Fréttatilkynning frá GA / Frábær inniaðstaða

Frábær inniaðstaða: Þér er boðið á opnunarhátíð

Laugardaginn 16. nóvember milli klukkan 10:00 og 16:00 ætlum við í GA að opna Golfhöllina formlega eftir viðamiklar endurbætur.  Öllum félögum í GA og gestum er boðið að koma og kynna sér breytingarnar og þá frábæru aðstöðu sem stendur kylfingum til boða í golfhöllinni.  Eftirfarandi er það helsta:

–          18 holu púttvöllur ásamt 3. holu vippflöt

–          4 básar til að slá í net

–          Rúmgott rými með Protee golfhermi

–          Rúmgott rými með Trackman kennslutæki og E6 golfhermi

Á opnunarhátíðinni verður aðstaðan kynnt og félagar og gestir fá að prófa ofangreinda aðstöðu.  Ekki missa af tækifæri til að prófa golfhermana ásamt öðru og kynnast þannig hversu gaman getur verið að halda sveiflunni og stutta spilinu við í góðum félagsskap yfir veturinn.

 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Hægt er að bóka tíma í golfhermum með því að hafa samband við Ágúst í síma 8577009

Firmakeppni GH

Sunnudaginn 8. sept. var firmakeppni Golfklúbbs Húsavíkur haldin í ágætis veðri.

29 þátttakendur mættu til leiks, spilað var 9 holu punktakeppni og 10 bestu komust áfram í shoot out.

Eftir 9 holu shoot out stóð Sonni uppi sem sigurvegari og spilaði hann fyrir GPG.

Sonni með verðlaunin

Sonni með verðlaunin

Púttað á 9. holu

Púttað á 9. holu

 

Einbeittir golfarar á annarri flöt.

Einbeittir golfarar á annarri flöt.

 

Raggi og Krilli hita upp fyrir teighögg á fyrstu braut.

Raggi og Krilli hita upp fyrir teighögg á fyrstu braut.

Sigríður Birna gerð að heiðursfélaga GH

Það var í kaffipásunni í firmamótinu í dag þá stóð Pálmi formaður upp, hélt smá tölu og tilkynnti um það að stjórn GH hefði ákveðið  að gera Sigríði Birnu að heiðursfélaga GH.

Húsavík 8. september 2013

 Það er ekki hægt að segja að mikið fari fyrir henni.  Hún hefur ekki orð á þeim verkum sem hún vinnur í gegnum tíðina.  En hún hefur skilað klúbbnum okkar gríðarlegu framlagi í áranna rás.  Um hvern er rætt?  Jú Sigríði Birnu Ólafsdóttur, sem hefur frá árinu 1967 verið boðin og búin til þjónustu fyrir GH.  Hún hefur hýst ýmsa aðila sem komið hafa, s.s. dómara, GSÍ fulltrúa og aðra þá sem hafa átt erindi við  okkar félagsmenn.

Sigríður Birna hefur verið við hlið Ingimars í uppgræðslu og umhirðu á vellinum okkar í tugi ára.  Að öðrum ólöstuðum hafa þau hjón átt hvað mestan þátt í því hversu  gróðursæll völlurinn okkar er.

Sigríður Birna var formaður klúbbsins í fjögur ár, verið mörg ár í aganefnd, hún hefur jafnframt komið að þeim verkefnum sem þurft hefur við eldhúsið/sjoppuna og önnur verk sem þörf hefur verið á í skálanum.

Það er mér einstök ánægja að fá að afhenda heiðursmanneskju, heiðursskjal, því stjórn Golfklúbbs Húsavíkur hefur ákveðið að gera Sigríði Birnu Ólafsdóttur að heiðursfélaga klúbbsins.

Pálmi Pálmason

Formaður GH

SBÓ heiðursfélagi 016

Pálmi afhentir Sigríði Birnu heiðursskjalið

Ingimar og Sigríður Birna

Ingimar og Sigríður Birna

 

 

Skúli Skúlason fallinn frá

Skúli Skúlason lést fyrr í vikunni.

Skúli hélt tryggð við GH, var félagi í klúbbnum alla tíð þó svo að hann flytti frá Húsavík. Skúla verður sárt saknað af félögum golfklúbbs Húsavíkur.

Félagar í golfklúbbi Húsavíkur  senda fjölskyldu og vinum Skúla innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum.

Keppnissveit GH á eftir að minnast Skúla um ókomna tíð með þökkum fyrir stuðning og ótrúlegt keppnisskap hans á golfvellinum.

GH sendir  samúðarkveðjur til GKJ þar sem Skúli var formaður og félagi.

Skúli á 1.teig á Katlavelli

Skúli á 1.teig á Katlavelli

Skúli í sveit GH sem vann 3.deild

Skúli í sveit GH sem vann 3.deild

Skúli og Húsavík

Skúli og Húsavík

 

 

 

Opna GPG – úrslit

Opna GPG golfmótið fór fram sunnudaginn 11. ágúst. Mótið var haldið til styrktar sveitakeppnismönnum en þeir keppa í 2. deild sem haldin er í Vestmannaeyjum                  16. -18. ágúst.

32 þátttakendur voru í mótinu og urðu úrslit þessi.

Höggleikur karla:

 1. Arnþór Hermannsson             70 högg
 2. Sigurður Hreinsson                 74     –
 3. Arnar V. Ingólfsson                  75     –

Höggleikur kvenna:

 1. Birna Dögg Magnúsdóttir        91 högg
 2. Jóhanna Guðjónsdóttir           96     –
 3. Helga Björg Pálmadóttir         99     –

Punktakeppni:

 1. Sæþór Olgeirsson                  47 punktar
 2. Arnþór Hermannsson             40      –
 3. Sigurður Hreinsson                 37      –
 4. Arnar V. Ingólfsson                 35       –
 5. Ármann Ö. Gunnlaugsson      34       –

Verðlaunahafar í Opna GPG

Verðlaunahafar í Opna GPG mótinu.