Jón Elvar rekur golfskálann í sumar.

Stjórn Golfklúbbs Húsavíkur hefur samið við Jón Elvar Steindórsson um rekstur golfskálans í sumar. Aðspurður segir Jón Elvar þetta kjörið verkefni fyrir fjölskylduna í sumar. Þau munu leggja metnað sinn í að taka vel á móti fólki sem kemur til að spila golf á þessum fallega 9 holu velli eða þeim sem einfaldlega reka inn nefið til að fá sér kaffibolla og fylgjast með kylfingum á vellinum. Ef að líkum lætur, verðu margt fólk á vellinum í sumar. Jón Elvar er matreiðslumaður að mennt og hefur víðtæka reynslu á rekstri gegnum árin.

Fleiri fréttir

Miðnæturmót Fosshótels

Miðnæturmót Golfklúbbs Húsavíkur og Fosshótels fer fram á Katlavelli laugardagskvöldið 19. júní. Keppt verður í opnum punktaflokki.  Glæsileg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, ásamt nándarverðlaunum

Lesa meira »
0
Meðlimir