Stjórn Golfklúbbs Húsavíkur hefur samið við Jón Elvar Steindórsson um rekstur golfskálans í sumar. Aðspurður segir Jón Elvar þetta kjörið verkefni fyrir fjölskylduna í sumar. Þau munu leggja metnað sinn í að taka vel á móti fólki sem kemur til að spila golf á þessum fallega 9 holu velli eða þeim sem einfaldlega reka inn nefið til að fá sér kaffibolla og fylgjast með kylfingum á vellinum. Ef að líkum lætur, verðu margt fólk á vellinum í sumar. Jón Elvar er matreiðslumaður að mennt og hefur víðtæka reynslu á rekstri gegnum árin.

Uppröðun Katalvallar breytist
Á aðalfundi Golfklúbbs Húsavíkur sem haldinn var 15. mars sl. var ákveðið að breyta uppröðun vallarins með tilkomu nýrrar aðkomu að vellinum. Önnur braut breytist