Viðhald á golfskála.

Ný stjórn Golfklúbbs Húsavíkur tók þá ákvörðun á sínum fyrsta fundi að hún myndi einnig sinna hlutverki húsnefndar þetta árið.

Síðustu ár hafa verið miklar umræður innan klúbbsins um byggingu nýs golfskála og í raun stöndum við enn á upphafsreit í þeim efnum. Markmið nýrrar stjórnar er að láta draum félagsmanna um nýjan golfskála rætast á næstu 3 árum. Á meðan þarf starfsemin að vera í núverandi golfskála en ljóst er að viðhald á honum hefur verið takmarkað síðustu ár og hann illa farinn. Nauðsynlegt er að fara í viðhald á ytra byrði hússins til að hindra streymi vatns inn í húsið. Búið er að meta hvað þarf að gera og mun sú vinna hefjast eins fljótt og verður leyfir.

Á meðan beðið er eftir góðu verðri til framkvæmda utandyra, ákvað stjórnin að taka til hendinni innandyra, laga til,  endurnýja skrifstofuna, mála salinn, pússa upp gólfið og bera á það, betrumbæta aðstöðuna við eldhúsið o.fl. Þessar framkvæmdir hafa ekki verið kostnaðarsamar þar sem stjórnin hefur unnið þetta allt sjálf með dyggri aðstoð og góðum ráðum fagmanna innan klúbbsins. Má segja að þær systur Birna og Kiddý Hörn Ásgeirsdætur hafi borið mestan hita og þunga af skipulagningu og framkvæmdum innandyra.

Fleiri fréttir

0
Meðlimir