Sumarnámskeið í golfi

Golfæfingar hefjast þriðjudaginn 7. júní og standa til 23. ágúst. Kennarar eru Heiðar Davíð frá Akureyri og Aron Bjarki. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum. Verð fyrir sumarið er 25.000 og innifalið er aðild að klúbbnum. Hægt er að nýta frístundarstyrk ef menn kjósa það. 1.-5. bekkur kl. 13-15 á þriðjudögum og 13-14:30 á fimmtudögum 6.-10. bekkur kl. 15-17 á þriðjudögum og 14:30-16:00 á fimmtudögum. Við erum að taka upp nýtt skráningarkerfi, Sportabler sem tekið hefur við af Nora. Það ætti að verða komið upp hjá okkur fljótlega en þangað til fara skráningar og samskipti fram í gegnum golfklubburhusavikur@gmail.com

Miðnæturmót Fosshótels

Miðnæturmót Golfklúbbs Húsavíkur og Fosshótels fer fram á Katlavelli laugardagskvöldið 19. júní.

Keppt verður í opnum punktaflokki.  Glæsileg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, ásamt nándarverðlaunum á par 3 brautum.

Fyrstu verðlaun. Gisting fyrir tvo með morgunverði og þriggja rétta kvöldverði. Gildir hjá öllum Fosshótelum.

Önnur verðlaun. Gisting fyrir tvo með morgunverði. Gildir hjá öllum Fosshótelum.

Þriðju verðlaun. Þriggja rétta kvöldverður fyrir tvo á Fosshótel Húsavík.

 

Skráning í gegnum Golfbox.