Katlavöllur opnaður

Katlavöllur hefur nú verið opnaður gestum. Tímasetningin er með fyrra lagi og er ástand vallarins mjög gott. Vetrarflatir eru á brautum 1, 3 og 8 en reiknað er með að þær opni bráðlega.

Benedikt Þór nýr rekstar- og vallarstjóri

Golfklúbbur Húsavíkur hefur ráðið Benedikt Þór Jóhannsson sem rekstrar- og vallarstjóra félagsins. Benedikt er öllum hnútum kunnugur á Katlavelli en hann hefur starfað á vellinum í 8 sumur áður fyrr auk þess að leysa af á síðasta sumri. Einnig hefur hann starfað á Jaðarsvelli á Akureyri.
Síðustu ár hefur félagið einungis verið rekið með sumarstarfsfólki en á síðasta aðalfundi félagsins var samþykkt að ráða starfsmann í 100% starf til að hafa umsjón með rekstri og vallarstarfsemi. Klúbburinn hefur stækkað töluvert síðustu ár og umfang rekstrar aukist. Erfiðlega hefur gengið að fá félaga til að sinna sjálfboðaliðastörfum innan klúbbsins og flest verkefni lent á höndum fárra. Er það von að með ráðningu starfsmanns í 100% stöðugildi, skapist tækifæri til enn frekari uppbyggingar og markaðssetningar vallarins. Að sjálfsögðu mun verða áfram þörf á sjálfboðaliðastarfi og eru allir félagsmenn hvattir til að taka þátt, því öflugt innra starf mun efla starfsemina og gera Katlavöll að eftirsóttum golfvelli.
Á meðfylgjandi mynd eru þau Birna Ásgeirsdóttir, formaður GH og Benedikt Þór Jóhannsson, verðandi rekstar- og vallarstjóri. Við bjóðum Benedikt velkominn til starfa.

Nýr rekstraraðili veitingasölu

640 Veitingar ehf. hafa skrifað undir samning við Golfklúbb Húsavíkur um leigu og rekstur veitingasölu í Golfskálanum. Það eru þeir félagarnir Haukur Ákason og Hrólfur Jón Flosason sem standa á bak við reksturinn. Munu þeir bjóða upp á hádegismat, alla virka daga vikunnar og utan þess og um helgar verða þeir einnig með léttan matseðil. Einnig munu þeir bjóða upp á veisluþjónustu og salarleigu í Golfskálanum.
Íþróttaviðburðir vera sýndir í beinni dagskrá á risaskjá í Golfskálanum þegar þeir eru í gangi s.s. enski boltinn ofl. Eins hafa þeir komið upp fullkomnu píluspjaldi með sjálfvirkum teljara.
Þetta mun færa líf og fjör í Golfskálann en fyrir er Golfklúbbur Húsavíkur með tvo fullkomna Trackman golfherma sem hægt er að bóka sig í.
Veitingastaðurinn verður opnaður laugardaginn 1. febrúar, kl. 14:00. Fólk er hvatt til að mæta og prófa þessa frábæru þjónustu.

Sumarnámskeið í golfi 2023

Golfnámskeið barna og unglinga hefst 5. júní. Kennt verður eftir hádegi, mánudaga og miðvikudaga fram til 2. ágúst. Námskeiðið kostar 27.000 kr. Hægt er að nýta sér frístundastyrk Norðurþings.

Kennarar eru: Karl Hannes Sigurðsson, barna- og nýliðakennari og Valur Snær Guðmundsson, klúbbmeistari GH. Kylfur eru á staðnum fyrir þau sem þess þurfa.

Námskeiðið hentar þeim sem vilja læra grunntækni golfsins ásamt þeim eru lengra komnir.

Skráning fer fram HÉR

Uppröðun Katalvallar breytist

Á aðalfundi Golfklúbbs Húsavíkur sem haldinn var 15. mars sl. var ákveðið að breyta uppröðun vallarins með tilkomu nýrrar aðkomu að vellinum.  Önnur braut breytist í fyrstu braut og verður spilað hefðbundið þar til gömlu níundu braut líkur en þá tekur við síðasta brautin sem er gamla fyrsta braut. Ef gömlu númerin eru notið þá lítur völlurinn svona út: 2-3-4-5-6-7-8-9-1

Miðnæturmót Fosshótels

Miðnæturmót Golfklúbbs Húsavíkur og Fosshótels fer fram á Katlavelli laugardagskvöldið 19. júní.

Keppt verður í opnum punktaflokki.  Glæsileg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, ásamt nándarverðlaunum á par 3 brautum.

Fyrstu verðlaun. Gisting fyrir tvo með morgunverði og þriggja rétta kvöldverði. Gildir hjá öllum Fosshótelum.

Önnur verðlaun. Gisting fyrir tvo með morgunverði. Gildir hjá öllum Fosshótelum.

Þriðju verðlaun. Þriggja rétta kvöldverður fyrir tvo á Fosshótel Húsavík.

 

Skráning í gegnum Golfbox.